Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Jóhann Óli eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 08:34 Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna þurfi endurnýjað umboð landsfundar. vísir/pjetur „Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV. Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV.
Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00