Biður Íslendinga um hjálp: Heyrði fyrst af hálfbróður sínum þegar faðir hans dó Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 16:45 John Thompson vill finna íslenskan hálfbróður sinn og vonar að Íslendingar þekki konuna á myndinni neðst í fréttinni. Mynd/Róbert „Hann vissi ekki að hann ætti hálfbróður fyrr en um það leyti sem pabbi hans dó,“ segir Róbert Orri Stefánsson, brimbrettakappi, sem aðstoðar John Thompson, sextugan félaga sinn frá Hawaii, við að finna íslenskan hálfbróður sinn. Félagarnir biðla til Íslendinga að deila nánast einu vísbendingunni sem þeir hafa um hálfbróðurinn en það er mynd af móður hans. Myndin er hér að neðan. Von þeirra er að einhver þekki til konunnar. Faðir Thompson, Harley, kom hingað til lands í seinni heimsstyrjöldinni með ameríska hernum, kynntist íslenskri konu en var sendur úr landi árið 1944. Harley Thompson var dæmdur fyrir að selja land í eigu ríkisstjórnarinnar að sögn Ragnars og framseldur til New York.Róbert kynntist John í gegnum brimbrettaíþróttina.Mynd/RóbertEn áður en hann var sendur burt náði hann að barna íslensku konuna. Hann heyrði síðar að hann hefði eignast son. Konan sem um ræðir er auðvitað sú sem birtist hér að ofan. Faðirinn sagði syni sínum ekki frá því að hann ætti hálfbróður fyrr en rétt áður en hann lést. Frænka John lét hann svo hafa myndina af konunni. Meðlagsgreiðslur og svo kólnar slóðin „Ég hitti þennan mann þegar ég var að ferðast í Perú og við fórum að spjalla saman. Þegar kom í ljós að ég er Íslendingur sagði hann mér sögu sína,“ útskýrir Róbert sem vill hjálpa félaga sínum að finna fjölskyldumeðliminn. John Thompson hefur leitað í um átta ár telur Róbert en hann hefur ekki átt hægt um vik þar sem hann þekkir engan hér á landi og hefur ekki getað heimsótt landið. Það stendur þó til. Vísbendingarnar sem þeir hafa auk myndarinnar eru meðlagsgreiðslur sem Harley Thompson greiddi til Íslands og þeir telja að hálfbróðirinn hafi borið nafnið Jan Harleyson. Það hefur verið erfitt að finna frekari upplýsingar vegna leyndarinnar sem ríkir yfir gögnum fyrrum hermanna. Hafi einhver upplýsingar um konuna á myndinni með fréttinni er sá hinn sami beðinn um að hafa samband í síma 6631902 eða senda tölvupóst til Róberts á netfangið robertlovesurf@hotmail.com. Tengdar fréttir Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59 Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12 Fann pabba sinn eftir 5 ára leit og foreldrarnir fundu ástina á ný Saga Bonniear Theophilus Colvin og foreldra hennar, Júlíönu og Rogers, er ansi mögnuð. 23. janúar 2015 08:30 Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Hann vissi ekki að hann ætti hálfbróður fyrr en um það leyti sem pabbi hans dó,“ segir Róbert Orri Stefánsson, brimbrettakappi, sem aðstoðar John Thompson, sextugan félaga sinn frá Hawaii, við að finna íslenskan hálfbróður sinn. Félagarnir biðla til Íslendinga að deila nánast einu vísbendingunni sem þeir hafa um hálfbróðurinn en það er mynd af móður hans. Myndin er hér að neðan. Von þeirra er að einhver þekki til konunnar. Faðir Thompson, Harley, kom hingað til lands í seinni heimsstyrjöldinni með ameríska hernum, kynntist íslenskri konu en var sendur úr landi árið 1944. Harley Thompson var dæmdur fyrir að selja land í eigu ríkisstjórnarinnar að sögn Ragnars og framseldur til New York.Róbert kynntist John í gegnum brimbrettaíþróttina.Mynd/RóbertEn áður en hann var sendur burt náði hann að barna íslensku konuna. Hann heyrði síðar að hann hefði eignast son. Konan sem um ræðir er auðvitað sú sem birtist hér að ofan. Faðirinn sagði syni sínum ekki frá því að hann ætti hálfbróður fyrr en rétt áður en hann lést. Frænka John lét hann svo hafa myndina af konunni. Meðlagsgreiðslur og svo kólnar slóðin „Ég hitti þennan mann þegar ég var að ferðast í Perú og við fórum að spjalla saman. Þegar kom í ljós að ég er Íslendingur sagði hann mér sögu sína,“ útskýrir Róbert sem vill hjálpa félaga sínum að finna fjölskyldumeðliminn. John Thompson hefur leitað í um átta ár telur Róbert en hann hefur ekki átt hægt um vik þar sem hann þekkir engan hér á landi og hefur ekki getað heimsótt landið. Það stendur þó til. Vísbendingarnar sem þeir hafa auk myndarinnar eru meðlagsgreiðslur sem Harley Thompson greiddi til Íslands og þeir telja að hálfbróðirinn hafi borið nafnið Jan Harleyson. Það hefur verið erfitt að finna frekari upplýsingar vegna leyndarinnar sem ríkir yfir gögnum fyrrum hermanna. Hafi einhver upplýsingar um konuna á myndinni með fréttinni er sá hinn sami beðinn um að hafa samband í síma 6631902 eða senda tölvupóst til Róberts á netfangið robertlovesurf@hotmail.com.
Tengdar fréttir Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59 Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12 Fann pabba sinn eftir 5 ára leit og foreldrarnir fundu ástina á ný Saga Bonniear Theophilus Colvin og foreldra hennar, Júlíönu og Rogers, er ansi mögnuð. 23. janúar 2015 08:30 Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni. 15. janúar 2015 21:59
Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings "Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“ 14. apríl 2014 20:12
Fann pabba sinn eftir 5 ára leit og foreldrarnir fundu ástina á ný Saga Bonniear Theophilus Colvin og foreldra hennar, Júlíönu og Rogers, er ansi mögnuð. 23. janúar 2015 08:30
Fertug fann föður sinn - „Með pakka af vasaklútum við höndina“ „Ég hélt því að hann byggi í Bandaríkjunum og þar leitaði ég hans,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hefur leitað pabba síns síðan hún var 15 ára og fann hann loks í gegnum Facebook. 30. apríl 2014 16:40