Innlent

Leita manns sem beit annan í nefið yfir enska boltanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað á Riddaranum í Engihjalla.
Árásin átti sér stað á Riddaranum í Engihjalla. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á ölstofuna Riddarann í Engihjalla í Kópavogi klukkan hálf fimm í gær eftir maður var bitinn þar í nefið. Þetta atvik átti sér stað þegar liðin Liverpool og Stoke áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og voru margir saman komnir á Riddaranum til að fylgjast með þeim leik.

Að sögn sjónarvottar hóf árásarmaðurinn að öskra á fórnarlambið þegar nokkuð var liðið á leikinn og fór svo að árásarmaðurinn beit fórnarlambið í nefið. Er maðurinn sem fyrir árásinni varð sagður hafa hlotið töluverða áverka en árásarmaðurinn flúði vettvang áður en lögregla mætti á staðinn og er hans nú leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×