Innlent

Grunaður um tæpan þrjátíu milljóna króna fjárdrátt

Birgir Olgeirsson skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Vísir/Valli
Embætti sérstaks saksóknara hefur ákært sjötugan karlmann fyrir fjárdrátt sem nemur 29 milljónum króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag en maðurinn er sakaður um að hafa í starfi sínu sem umboðsaðili fyrir Orange Business UK Limited, áður Equant Network Services Limited, og sölumaður fyrir einkahlutafélagið Equant á Íslandi, dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu 29,6 milljónir króna af reikningum Equant á Íslandi ehf.

Eru brot mannsins sögð varða 247. grein almennra hegningarlaga en þar segir að dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að skal hann sæta fangelsi allt að sex árum.

Í málinu gerir Equant á Íslandi þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til að greiða félaginu skaðabætur sem nema 29,6 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×