Innlent

Verðlækkanir á olíu skila sér ekki til neytenda

Heimir Már Pétursson skrifar
Olíuverð á heimsmarkaði hefur hríðlækkað undanfarið ár og um allt að 22 prósent frá því í júní. Olíufélögin hér á landi hafa hins vegar verið gagnrýnd fyrir að skila ekki verðlækkunum jafn hratt til neytenda og hækkununum.

Rætt var við Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra FÍB um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Runólfur sagði að FÍB hefði frá síðasta hausti gagnrýnt sterklega að olíufélögin hafi verið að bæta í álagningu. Sagði hann að forvígismenn Skeljungs hefðu viðurkennt það.

„Við erum að sýna fram á að þetta kostar neytendur aukalega á annan milljarð, yfir eitt ár, þessi aukna álagning félagana.“

Hann sagði að hver króna í aukna álagningu samsvari um 350 milljónum króna úr vasa neytanda á ársgrundvelli. „Þannig að það skiptir verulegu máli að hafa ákveðið aðhald gagnvart þessari neysluvöru. Sem er ein af stærri útgjaldaliðum heimilanna,“ sagði Runólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×