Fótbolti

Brennuvargurinn Breno sneri aftur á völlinn á dögunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Breno, hér í baráttunni við Raul í leik með Bayern Munchen.
Breno, hér í baráttunni við Raul í leik með Bayern Munchen. Vísir/Getty
Brasilíski miðvörðurinn Breno sem komst í fjölmiðlana fyrir nokkrum árum síðan fyrir að kveikja í húsi sínu lék sinn fyrsta leik í langan tíma í gær.

Miklar væntingar voru gerðar til hans þegar hann var keyptur frá Sao Paolo aðeins átján ára gamall til Bayern Munchen en fjöldi stórliða úr Evrópu voru á eftir honum á sínum tíma.

Var honum ætla stórt hlutverk hjá Bayern Munchen seinna meir en vegna meiðsla náði hann aldrei að slá í gegn hjá þýska stórveldinu. Leiddu meiðslin til þess að Breno varð þunglyndur og kveikti í húsi sínu undir áhrifum áfengis og svefnlyfja haustið 2011.

Hefur hann setið af sér fangelsisvistina sem hann var dæmdur í eftir íkveikjuna og er byrjaður að spila á ný í Brasilíu en hann lék síðasta hálftímann í jafntefli Sao Paolo og Corinthians.


Tengdar fréttir

Breno grunaður um hafa kveikt í húsinu sínu

Brasilíski varnarmaðurinn Breno hjá FC Bayern var talinn heppinn að sleppa lifandi út úr brennandi húsi sínu þegar kviknaði í því í vikunni. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að Breno hafi sjálfur kveikt í húsi sínu.

Breno fékk þungan fangelsisdóm

Varnarmaðurinn Breno, fyrrum leikmaður Bayern München, var í dag dæmdur til fangelsisvistar í þrjú ár og níu mánuði eftir að hann var fundinn sekur um íkveikju.

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Breno fær mögulega starf hjá Bayern

Brasilíumaðurinn Breno situr nú af sér fangelsisdóm í Þýskalandi vegna íkveikju en félagið er reiðubúið að rétta honum hjálparhönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×