Tveir látist vegna streptókokkasýkingar á árinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. ágúst 2015 20:07 Tveir hafa látist á Íslandi af völdum streptókokkasýkingar á fyrstu sex mánuðum ársins og sjö til viðbótar veikst alvarlega. Vonir eru bundnar við að tímamótaniðurstöður í rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í nýtist í baráttunni gegn bakteríunni. Streptókokkasýkingar eru hlutfallslega algengari á Íslandi en í öðrum löndum og þeim hefur fjölgað á síðustu árum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka af flokki A fær hálsbólgu sem sjaldnast er alvarleg. Bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Þannig veikjast árlega á bilinu 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkingar. Þar af látast 3 til 5 á ári. „Á þessu ári samkvæmt bráðabirgðatölum hafa greinst níu manns og þar af eru tveir látnir,“ segir Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir. Bakterían leggst oft á hraust fólk og eru dæmi um að börn hafi látist völdum hennar. „Þessi baktería getur valdið sýkingum hjá öllum aldurshópum og gerir það. Það er aukin hætta sem að fylgir hærri aldri, en það er í raun og veru enginn aldurshópur sem er undanskilinn.“ Magnús segir sýkingarnar oft breiðast hratt út. „Af þeim sem að fá alvarlegustu form af þessari sýkingu þá er um það bil helmingur látinn innan sólarhrings.“ Hann segir einnig að það sé sérstakt að sjúkdómur leggist á ungt og hraust fólk. Sú staðreynd var hvatinn að umfangsmikilli rannsókn á streptókokkasýkingum sem hafin var árið 2010. Niðurstöður hennar voru birtar í gær, en hún var unnin af íslenskum, finnskum og bandarískum vísindamönnum. Niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli og þykja varpa ljósi á það af hverju streptókokkafaraldrar breiðast út. Vonast er til að það verði meðal annars til þess að auka möguleika á þróun nýrra lyfja og bóluefna. Við gerð rannsóknarinnar voru notuð sýni sem safnað hefur verið saman á sýklafræðideildinni í nærri þrjá áratugi. Magnús vonast til að aðferðin sem notuð er geti nýst við gerð annarra rannsókna. „Sýklalyfjaónæmi og nýjar bakteríur og nýjar örverur eru stöðugt að koma fram og þetta er þá aðferð sem að vonandi hefur sannað sig og við getum þá nýtt í framhaldinu.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Tveir hafa látist á Íslandi af völdum streptókokkasýkingar á fyrstu sex mánuðum ársins og sjö til viðbótar veikst alvarlega. Vonir eru bundnar við að tímamótaniðurstöður í rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í nýtist í baráttunni gegn bakteríunni. Streptókokkasýkingar eru hlutfallslega algengari á Íslandi en í öðrum löndum og þeim hefur fjölgað á síðustu árum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka af flokki A fær hálsbólgu sem sjaldnast er alvarleg. Bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Þannig veikjast árlega á bilinu 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkingar. Þar af látast 3 til 5 á ári. „Á þessu ári samkvæmt bráðabirgðatölum hafa greinst níu manns og þar af eru tveir látnir,“ segir Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir. Bakterían leggst oft á hraust fólk og eru dæmi um að börn hafi látist völdum hennar. „Þessi baktería getur valdið sýkingum hjá öllum aldurshópum og gerir það. Það er aukin hætta sem að fylgir hærri aldri, en það er í raun og veru enginn aldurshópur sem er undanskilinn.“ Magnús segir sýkingarnar oft breiðast hratt út. „Af þeim sem að fá alvarlegustu form af þessari sýkingu þá er um það bil helmingur látinn innan sólarhrings.“ Hann segir einnig að það sé sérstakt að sjúkdómur leggist á ungt og hraust fólk. Sú staðreynd var hvatinn að umfangsmikilli rannsókn á streptókokkasýkingum sem hafin var árið 2010. Niðurstöður hennar voru birtar í gær, en hún var unnin af íslenskum, finnskum og bandarískum vísindamönnum. Niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli og þykja varpa ljósi á það af hverju streptókokkafaraldrar breiðast út. Vonast er til að það verði meðal annars til þess að auka möguleika á þróun nýrra lyfja og bóluefna. Við gerð rannsóknarinnar voru notuð sýni sem safnað hefur verið saman á sýklafræðideildinni í nærri þrjá áratugi. Magnús vonast til að aðferðin sem notuð er geti nýst við gerð annarra rannsókna. „Sýklalyfjaónæmi og nýjar bakteríur og nýjar örverur eru stöðugt að koma fram og þetta er þá aðferð sem að vonandi hefur sannað sig og við getum þá nýtt í framhaldinu.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira