Fótbolti

Basel enn með fullt hús

Birkir í leik með Basel.
Birkir í leik með Basel. vísir/getty
Birkir Bjarnason lék með Basel í enn einum sigri liðsins. Að þessu sinni vann Basel lið FC Thun, 3-1.

Basel er þar með búið að vinna alla fimm leiki sína í deildinni og er eðlilega á toppnum.

Birkir Bjarnason var á miðjunni eins og venjulega hjá Basel. Hann lét finna vel fyrir sér og fékk gult spjald á 37. mínútu.

Marc Janko skoraði tvö mörk fyrir Basel og þriðja markið skoraði Shkelzen Gashi. Gianluca Frontino skoraði mark FC Thun sem er meðal neðstu liða í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×