Fótbolti

Hannes hélt hreinu í fyrsta leik

Hannes í búningi NEC.
Hannes í búningi NEC. vísir/getty
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í hollensku úrvalsdeildinni.

Þá tók lið hans, NEC Nijmegen, á móti Excelsior í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar.

Að sjálfsögðu hélt okkar maður hreinu í fyrsta leik sínum. NEC vann svo leikinn á dramatískan hátt, 1-0, en sigurmarkið kom tveim mínútum fyrir leikslok.

Kristján Gauti Emilsson hóf leikinn á bekknum hjá NEC en lék síðustu fimmtán mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×