Fótbolti

Þjálfari landsliðs Kosta Ríka segir af sér eftir áflog í stúkunni | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wanchope þegar allt lék í lyndi á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.
Wanchope þegar allt lék í lyndi á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Vísir/Getty
Paulo Wanchope, einn af þekktustu leikmönnunum í sögu Kosta Ríka, sagði í nótt af sér sem landsliðsþjálfari þjóðar sinnar eftir að myndband af honum í áflogum við stuðningsmann lak á netið.

Wanchope tók við stöðunni eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar þar sem lið Kosta Ríka sló óvænt í gegn.

Fæstir áttu von á því að liðið myndi skora mark en liðið endaði í efsta sæti D-riðils með Úrúgvæ, Ítalíu og Englandi. Þurfti vítaspyrnukeppni í leik Hollands og Kosta Ríka til þess að slá út smáríkið.

Wanchope var staddur á leik með U23 árs landsliði Kosta Ríka í Panama og virtist eitthvað ósáttur með dómara leiksins. Reyndi hann að komast inn á völlinn til þess að dómarinn myndi heyra skoðanir sínar.

Var honum þá hrint á ungan boltastrák af manni í stúkunni en hann svaraði fyrir með því að ráðast á manninn sem hrinti honum áður en lögreglumenn stöðvuðu slagsmálin.

Wanchope er annar þjálfarinn sem rekinn er á stuttum tíma í Mið-Ameríku vegna máli á borð við þetta en þjálfari Mexíkó var á dögunum rekinn eftir að hafa kýlt sjónvarpsþul á flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×