Innlent

Fjórir sóttu um stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Laugum

Atli Ísleifsson skrifar
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 15. september næstkomandi.
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 15. september næstkomandi. Mynd/Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Fjórir sóttu um stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Laugum en umsóknarfrestur rann út föstudaginn 7. ágúst.

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Eyjólfur Pétur Hafstein, Jóney Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigurlína H. Styrmisdóttir.

„Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 15. september nk., að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×