Innlent

Lögreglan lokaði gistiheimili í þriðja sinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti með tilkynningu um málið á Facebook.
Mynd sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti með tilkynningu um málið á Facebook. Vísir/Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði gistiheimili í byrjun vikunnar sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segir að þetta var í þriðja sinn sem þessu sama gistiheimili er lokað vegna þess að að það hafði ekki rekstraleyfi.

Lögreglan minnir á að í þeim tilvikum sem sala á gistirými á sér stað, sé slíkur rekstur leyfisskyldur. Ef leyfi vantar getur lögreglan gripið til lokunar án fyrirvara.  

Í byrjun vikunnar lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gistiheimili sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Þetta var þrið...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, August 14, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×