Bæjarstjóri Snæfellsbæjar: Fullt tilefni til aðgerða lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2015 12:42 Ólafsvík er hluti af Snæfellsbæ Vísir/Pjetur Sigurðsson Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23
Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03
Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38