Fótbolti

Bilbao valtaði yfir Barcelona

Pedro í strangri gæslu í kvöld.
Pedro í strangri gæslu í kvöld. vísir/getty
Barcelona fékk á baukinn er liðið mætti Athletic Bilbao í spænska Ofurbikarnum í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram á heimavelli Bilbao. Heimamenn í ótrúlegu stuði og unnu stórliðið, 4-0.

Staðan var aðeins 1-0 í hálfleik en San José kom þeim yfir á 13. mínútu. Það varð aftur á móti allt vitlaust í síðari hálfleik.

Þá skoraði Aduriz þrennu fyrir Bilbao á aðeins fimmtán mínútum og leikmenn Barcelona vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir reyndu að svara fyrir sig en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Leikmenn Barcelona fá tækifæri til þess að svara fyrir sig á heimavelli sínum á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×