Fótbolti

Naumur sigur Viðars og Sölva

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn var í byrjunarliði Jiangsu.
Viðar Örn var í byrjunarliði Jiangsu. vísir/vilhelm
Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen voru báðir í byrjunarliði Jiangsu Guoxin-Sainty sem vann 1-0 sigur á Shainghai Shenxin í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eina mark leiksins kom á lokamínútu fyrri hálfleiks, en það gerði Xiaobin Zhang. Staðan var 1-0 í hálfleik, en ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-0 sigur Jiangsu.

Með sigrinum skaust Jiangsu upp í sjöunda sæti deildarinnar, en liðið er er einu stigi frá fimmta sætinu.

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Shijiazhuang Ever Bright töpuðu 2-1 gegn Beijing Guoan, en Eiður Smári kom inná sem varamaður á 60. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×