Fótbolti

Ragnar skoraði í frábærum sigri Krasnodar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með Krasnodar.
Ragnar í leik með Krasnodar. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson var á skotskónum fyrir FC Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Krasnodar vann 2-0 sigur á Zenit frá Pétursborg í dag.

Ragnar skoraði fyrra mark Krasnodar í leiknum, en það kom á 26. mínútu. Þrettán mínútum síðar fékk Ragnar gult spjald, en staðan var 1-0 í hálfleik.

Þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall tvöfaldaði Ricardo Laborde forystuna, en hann lagði einmitt fyrsta markið upp fyrir Ragnar.

Lokatölur 2-0 sigur Krasnodar sem er í sjötta sætinu eftir fimm leiki, en Ragnar lék allan leikinn. Þetta var fyrsti tapleikur Zenit á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×