Fótbolti

Gerrard spilaði í endurkomu Galaxy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard í leik með Galaxy.
Gerrard í leik með Galaxy. visir/getty
Steven Gerrard spilaði allan leikinn í 2-1 sigri LA Galaxy á FC Dallas í MLS-deildinni í nótt, en Robbie Keane, fyrrum framherji Tottenham, gerði bæði mörk Galaxy.

Gerrard var í byrjunarliðinu sem fyrr hjá Galaxy sem lenti undir, en Michael Barrios kom Dallas yfir. Þannig stóðu leikar í hálfleik, en Keane tryggði Galaxy með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik.

Galaxy er á toppi vesturdeildarinnar með 26 stig, stigi á undan fyrrum lærisveinum Teits Þórðarsonar í Vancouver Whitecaps, en Vancouver á leik inni á Galaxy. Í MLS-deildinni eru þeir í öðru sæti, stigi á eftir DC United.

Önnur úrslit í nótt:

San Jose Earthquakes - Colorado Rapids 1-0

New York Red Bulls - Toronto FC 3-0

New England - Houston Dynamo 2-0

Sporting Kansas City - Vancouver Whitecaps 4-3

Real Salt Lake - Portland Timbers 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×