Fótbolti

Hannes fékk á sig þrjú mörk í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í leik með NEC.
Hannes í leik með NEC. vísir/getty
NEC Nijmegen náði ekki að fylgja á eftir góðum sigri í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar, en NEC tapaði 3-0 gegn Heracles á útivelli í dag.

Ousasma Tannane kom Heracles yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Thomas Bruns tvöfaldaði svo forystu Heracles á 53. mínútu og staða þeirra orðin vænleg.

Marcel Appiah, varnarmaður NEC, fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu eftir annað mark Heracles og Wouter Weghorst rak síðasta naglann í líkkistu Heracles á 74. mínútu. Lokatölur 3-0 sigur Heracles.

Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina í marki NEC, en Kristján Gauti Emilsson var ónotaður varamaður. NEC er með þrjú stig eftir leiknia tvo sem búnir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×