Innlent

Ómar gerir tilraun til að setja fimm Íslandsmet á rafknúnu reiðhjóli

Birgir Olgeirsson skrifar
Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson. Vísir/Stefán
Ómar Ragnarsson stefnir að því að setja Íslandsmet á morgun þegar hann leggur af stað frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur. Hann nefnir þessa aðgerð Orkuskipti þar sem hann ætlar að gera tilraun til að setja nokkur Íslandsmet í einni ferð rafhjólsins Sörla út frá Akureyri til að varpa ljósi á nauðsyn þess að Íslendingar nýti sem fyrst og best einstæða aðstöðu til að skipta um orkugjafa þegar óhjákvæmileg breyting verður á þeim á þessari öld.

Telst tilgangi aðgerðarinnar náð þótt ekki takist nema að setja eitt af fimm hugsanlegum metum.

Fyrsta markmiðið er að setja Íslandsmet í lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist á einni hleðslu fyrir rafafli eingöngu án þess að skipta út rafgeymum, en sérstaklega er tekið fram að fótaafl sé ekki notað.

Annað markmiðið er að setja Íslandsmet í lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist fyrir rafafli eingöngu í einni samfelldri ferð, án þess að skipta út rafgeymum.

Þriðja markmiðið er að setja Íslandsmet í lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist á minna en sólarhring fyrir rafafli eingöngu án þess að skipta út rafgeymi.

Fjórða markmiðið er að setja Íslandsmet í fyrstu ferð rafhjóls fyrir rafafli eingöngu alla leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Fimmta markmiðið er að setja Íslandsmet í ódýrustu orkunotkun farartækis í einni ferð milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Ætlunin er að "Aðgerðin Orkuskipti", hjólaleiðangur fyrir rafafli eingöngu frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur, hefjist...

Posted by Omar Ragnarsson on Sunday, August 16, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×