Fótbolti

Barca ætlar að vinna upp fjögurra marka forskot í kvöld

Luis Enrique, þjálfari Barcelona.
Luis Enrique, þjálfari Barcelona. vísir/getty
Barcelona er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Athletic Bilbao í spænsku meistarakeppninni.

Bilbao vann fyrri leikinn 4-0. Gegn flestum liðum myndi slíkur sigur duga en menn fagna ekki of snemma gegn Barcelona.

Luis Enrique, þjálfari Barcelona, er staðráðinn í því að vinna þetta forskot upp á heimavelli Börsunga í kvöld.

„Við vitum að þetta er mikil áskorun en ég tel okkur hafa liðið til þess að snúa dæminu við," sagði Enrique.

„Ef við spilum okkar leik er ég pottþéttur á því að við snúum taflinu við. Það vita allir að Barcelona getur allt."

Enrique ætlar að tefla fram sínu sterkasta liði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×