Þrír í gæsluvarðhaldi vegna greiðslukortasvindls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 16:49 Alls hafa níu mál sem þessi komið upp frá síðustu áramótum. Vísir/Anton Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá lokum árs 2014 haft níu mál til meðferðar er varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi um þessar mundir vegna málsins, einn sætir farbanni, einn hefur þegar hlotið dóm og í fjórum tilfellum hafa málin verið látin niður falla. Hinir fjórir sem ýmist eru í gæsluvarðhaldi eða sæta farbanni eru grunaðir um fjársvik sem nemur milljónum króna. Máls þess sem er í farbanni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. Sá er ákærður fyrir hylmingu og hafa þannig unnið sér hlutdeild í brotinu. Allir fjórir eru útlendingar og tengsl þeirra við Ísland engin. Málin eru talin ótengd. Einn mannanna er til viðbótar grunaður um að umfangsmikil fjársvik gagnvart íslenskum verslunum. Í þeim tilfellum voru stolin greiðslukortanúmer notuð til greiðslu á dýrum tölvubúnaði í gegnum vefsíður verslana og varningur sendur á hótel eða gistiheimili í Reykjavík.Stolin greiðslukortanúmer Í öllum framangreindum málum hafa stolin greiðslukortanúmer verið notuð og við rannsókn þeirra hefur komið í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í málunum fjórum sem fellt hefur þurft niður hafi sönnunarstaða ekki verið nógu rík. Einn mannanna sem sætir gæsluvarðhaldi hefur áður hlotið dóm hér á landi í máli af svipuðum toga. Það var árið 2007 en gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum má lesa hér.Samstarf við Europol Til viðbótar við ofangreind mál hefur embættið á Suðurnesjum til skoðunar þrjú hraðbankamál þar sem búnaður til afritunar á greiðslukortum fannst við tollskoðun. Búnaðurinn var handlagður í öllum tilfellum og viðkomandi sendir rakleiðis úr landi. Frá árinu 2014 hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið virkan þátt í samstarfi Evrópulögreglunnar, Europol, gegn fjársvikum af þessu tagi. Hefur hluti fyrrnefndra mála komið upp á alþjóðlegum aðgerðardögum á þeim vettvangi, sem stýrt er af starfshópi hjá Europol, í samvinnu við löggæslustofnanir, flugfélög og kortafyrirtæki um allan heim. Á aðgerðardögum sem fram fóru 16. og 17. júní sl. bárust 222 tilkynningar um grunsamlegar kortafærslur og voru 130 manns handteknir á flugvöllum víða um heim, þar af einn hér á landi. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá lokum árs 2014 haft níu mál til meðferðar er varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi um þessar mundir vegna málsins, einn sætir farbanni, einn hefur þegar hlotið dóm og í fjórum tilfellum hafa málin verið látin niður falla. Hinir fjórir sem ýmist eru í gæsluvarðhaldi eða sæta farbanni eru grunaðir um fjársvik sem nemur milljónum króna. Máls þess sem er í farbanni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. Sá er ákærður fyrir hylmingu og hafa þannig unnið sér hlutdeild í brotinu. Allir fjórir eru útlendingar og tengsl þeirra við Ísland engin. Málin eru talin ótengd. Einn mannanna er til viðbótar grunaður um að umfangsmikil fjársvik gagnvart íslenskum verslunum. Í þeim tilfellum voru stolin greiðslukortanúmer notuð til greiðslu á dýrum tölvubúnaði í gegnum vefsíður verslana og varningur sendur á hótel eða gistiheimili í Reykjavík.Stolin greiðslukortanúmer Í öllum framangreindum málum hafa stolin greiðslukortanúmer verið notuð og við rannsókn þeirra hefur komið í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í málunum fjórum sem fellt hefur þurft niður hafi sönnunarstaða ekki verið nógu rík. Einn mannanna sem sætir gæsluvarðhaldi hefur áður hlotið dóm hér á landi í máli af svipuðum toga. Það var árið 2007 en gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum má lesa hér.Samstarf við Europol Til viðbótar við ofangreind mál hefur embættið á Suðurnesjum til skoðunar þrjú hraðbankamál þar sem búnaður til afritunar á greiðslukortum fannst við tollskoðun. Búnaðurinn var handlagður í öllum tilfellum og viðkomandi sendir rakleiðis úr landi. Frá árinu 2014 hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið virkan þátt í samstarfi Evrópulögreglunnar, Europol, gegn fjársvikum af þessu tagi. Hefur hluti fyrrnefndra mála komið upp á alþjóðlegum aðgerðardögum á þeim vettvangi, sem stýrt er af starfshópi hjá Europol, í samvinnu við löggæslustofnanir, flugfélög og kortafyrirtæki um allan heim. Á aðgerðardögum sem fram fóru 16. og 17. júní sl. bárust 222 tilkynningar um grunsamlegar kortafærslur og voru 130 manns handteknir á flugvöllum víða um heim, þar af einn hér á landi.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira