Innlent

Stöðvuðu vatnsleka á Patreksfirði

Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði. Vísir/Pjetur
Ung kona, sem var á gangi eftir götu á Patreksfirði í gærkvöldi, heyrði í reykskynjara úr húsi við götuna og sá það sem hún taldi ver reyk inni í húsinu, en húsráðendur voru ekki heima. Hún hringdi á slökkviliðið sem kom fljótt á vettvang.

Þá kom í ljós að töluverð gufa var í húsinu vegna vatnsleka, sem liðsmenn stöðvuðu strax og varð tjón því minna en orðið hefði ef lekans hefði ekki orðið vart fyrr en húsráðendur komu heim.Búið var að kalla eftir aðstoð slökkviliðanna í Tálknafirði og á Bíldudal, en þeim var snúið við þegar í ljós kom hverskyns var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×