Innlent

Maður kærir fjölmiðla fyrir að ljóstra uppi um að hann væri í felum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar á Charlie Hebdo sem átti sér stað í janúar.
Frá vettvangi árásarinnar á Charlie Hebdo sem átti sér stað í janúar. vísir/ap
Maður sem faldi sig í prentsmiðju þar sem umsátrið um árásarmennina á ritstjórnarskrifstofu skopmyndablaðsins Charlie Hebdo átti sér stað sl. janúar hefur lagt fram kæru á hendur franskra fjölmiða. Hann sakar þá um að ógna lífi sínu með því að hafa ljóstrað upp um að hann væri í felum.

Lilian Lepere faldi sig undir vaski í átta tíma eftir að umátur um byssumennina hófst. Daginn áður höfðu þeir myrt 12 manns á ritstjórnarskrifstofu skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, en þeir flúðu undan lögreglu í prentsmiðjuna sem Lepere starfaði hjá. Lepere heldur því fram að lífi sínu hafi verið ógnað vegna uppljóstrana franskra fjölmiðla á borð við TF1, RMC, og France 2 um að maður væri í felum í prentsmiðjunni.

„Veiting þessara upplýsinga í rauntíma, á meðan árásarmennirnir, vopnaðir og hættulegir, gátu fylgst með hvað væri í gangi var alvarleg ógn við líf Lilian,“ sagði lögfræðingur hans. Rannsókn málsins er hafin en fjölmiðlarnir hafa ekki brugðist við ákæru Lepere.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×