Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 13:47 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. „Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja. Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja.
Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00
„Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36