Hljóp í 52 daga: „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 23:58 Nirbhasa Magee hljóp í sautján klukkustundir á dag. Vísir/Aðsend „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
„Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira