Innlent

Þyrlan sótti slasaðan mann í Morsárdal

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn var fluttur með þyrlu gæslunnar á sjúkrahús. Það skal tekið fram að þetta er ekki hann á myndinni.
Maðurinn var fluttur með þyrlu gæslunnar á sjúkrahús. Það skal tekið fram að þetta er ekki hann á myndinni. vísir/pjetur
Björgunarsveitin Kári í Öræfum var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem slasaðist í Morsárdal rétt við Skaftafell. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja manninn á sjúkrahús.

Ekki er hægt að gefa nánari upplýsingar um áverka mannsins að svo stöddu. Sökum mikilla anna hefur Landspítalans ekki getað veitt upplýsingar um líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×