Innlent

Rafmagnslaust á stóru svæði í Reykjanesbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið er að viðgerð en ekki liggur fyrir hvað hún muni taka langan tíma.
Unnið er að viðgerð en ekki liggur fyrir hvað hún muni taka langan tíma.
Rafmagnslaust er nú á stóru svæði í Reykjanesbæ eftir að bilun varð í háspennustreng. Unnið er að viðgerð en ekki liggur fyrir hvað hún muni taka langan tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá HS Orku er um að ræða svæði fyrir ofan Hringbraut sem datt út í skyndi í morgun. Rafmagnið kom aftur inn í örlitla stund en datt svo aftur út í hádeginu.

Tilkynningar hafa borist um rafmagnsleysi á svæðinu milli Skólavegs og Aðalgötu.

Uppfært 13:20: Samkvæmt upplýsingum frá HS Orku er rafmagn aftur komið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×