Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. júlí 2015 11:22 Hljómsveitin Mammút vann Músiktilraunir árið 2004 og hefur verið virk síðan. Vísir/Ronja Mogensen „Þetta er gífurlegt tjón,“ segir Alexandra Baldursdóttir, gítarleikari Mammút. Hún lenti í því í vikunni að óprúttnir aðilar brutust inn á heimili hennar og kærasta hennar, umturnuðu þar öllu og höfðu með sér nýleg og dýr raftæki. Auk þess voru hafðir á brott harðir diskar með ógrynni af efni frá parinu sem starfa bæði sem grafískir hönnuðir og einn harðan disk sem geymdi efni frá Mammút. „Þetta hljómaði eins og þetta hefði verið skipulagt,“ segir Alexandra en hún er úti á landi að selja fyrir nýja plötu. Kærastinn hennar hringdi í hana þegar hann kom heim. „Það var allt á hvolfi heima. Hann skildi ekkert hvað hafði gengið á.“ Þegar hann tók að gá að raftækjunum var allt horfið. „Öll raftæki, allir harðir diskar líka og meira að segja umbúðir af gömlum raftækjum sem ég var með í kassa. Allt rifið upp.“ Þjófarnir höfðu tæmt gamlar töskur sem voru í íbúðinni, sett varninginn í þær og haldið á brott.Sárt að missa gögnin Alexandra lýsir eftir tækjunum á Facebook en um nokkuð langan lista er að ræða. Hún segist alls ekki hafa gefið upp vonina um að finna tækin og trúir á mátt fjöldans. Því biður hún fólk sem hefur upplýsingar að hafa samband við lögreglu eða sig á Facebook og aðra að deila fréttinni áfram. „Það má einnig koma fram að fundarlaun eru í boði,“ segir Alexandra staðráðin í að endurheimta gögnin sín.Alexandra vill ná hlutunum sínum úr höndunum á hinum óprúttnu aðilum.Vísir/AlexandraTækin sem um ræðir eru tvær Mac book pro tölvur, önnur 13 tommu og hin 15 tommu, Intuos pro teikniborð, Canon legria myndavél, Canon eos myndavél, Apogee duet upptökutæki og tvenn Sennheiser HD 25 pro heyrnartól. Auk þessa fyrrnefndir harðir diskar sem Alexandra saknar mest, hún skilur í raun ekki markmiðið með að ræna þeim, gamlir harðir diskar eru nokkurra þúsund kalla virði. „Það er mjög sárt að missa mörg terabæt af tónlist, ljósmyndum og svo erum við bæði grafískir hönnuðir þannig að þarna er mikil vinna. En það eru engin verðmæti í þessum gögnum nema fyrir okkur.“ Óþægilegt að ókunnugur þjófur vasist í persónulegum gögnum Harði diskurinn sem geymdi efni frá Mammút hefur gengið á milli hljómsveitarmeðlima lengi. „Þar vorum við með nýtt tónlistarmyndband, nokkur demó myndbönd og lög. Efni langt aftur í tímann.“ Alexandra segist ekki enn vera búin að átta sig á að innbrotið hafi raunverulega átt sér stað. „Þetta er eins og að vakna upp af martröð. Þetta er svona eitt af því sem manni dettur ekki í hug að geti gerst, eða allavega ekki á svona grófan hátt. Maður treystir náunganum.“ Hún segir það óþægilega tilhugsun að manneskja sem hún ekki þekki hafi hennar persónulegu gögn. „Maður veit ekkert hverjir þetta eru sem eru með allt dótið manns. Hverjir það eru sem eru að fara í gegnum allt, róta í öllu.“ Málið er komið til lögreglu og er til rannsóknar.Ég vil biðja ykkur elsku vinir, tónlistarmenn, hönnuðir og allir þeir sem geta ímyndað sér hversu ömurlegt það er að...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Wednesday, July 29, 2015Kæru vinir. Í gær þegar ég lagði af stað útúr bænum og Gabríel var í vinnunni var brotist inn til okkar. Tvær mac book...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Wednesday, July 29, 2015 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
„Þetta er gífurlegt tjón,“ segir Alexandra Baldursdóttir, gítarleikari Mammút. Hún lenti í því í vikunni að óprúttnir aðilar brutust inn á heimili hennar og kærasta hennar, umturnuðu þar öllu og höfðu með sér nýleg og dýr raftæki. Auk þess voru hafðir á brott harðir diskar með ógrynni af efni frá parinu sem starfa bæði sem grafískir hönnuðir og einn harðan disk sem geymdi efni frá Mammút. „Þetta hljómaði eins og þetta hefði verið skipulagt,“ segir Alexandra en hún er úti á landi að selja fyrir nýja plötu. Kærastinn hennar hringdi í hana þegar hann kom heim. „Það var allt á hvolfi heima. Hann skildi ekkert hvað hafði gengið á.“ Þegar hann tók að gá að raftækjunum var allt horfið. „Öll raftæki, allir harðir diskar líka og meira að segja umbúðir af gömlum raftækjum sem ég var með í kassa. Allt rifið upp.“ Þjófarnir höfðu tæmt gamlar töskur sem voru í íbúðinni, sett varninginn í þær og haldið á brott.Sárt að missa gögnin Alexandra lýsir eftir tækjunum á Facebook en um nokkuð langan lista er að ræða. Hún segist alls ekki hafa gefið upp vonina um að finna tækin og trúir á mátt fjöldans. Því biður hún fólk sem hefur upplýsingar að hafa samband við lögreglu eða sig á Facebook og aðra að deila fréttinni áfram. „Það má einnig koma fram að fundarlaun eru í boði,“ segir Alexandra staðráðin í að endurheimta gögnin sín.Alexandra vill ná hlutunum sínum úr höndunum á hinum óprúttnu aðilum.Vísir/AlexandraTækin sem um ræðir eru tvær Mac book pro tölvur, önnur 13 tommu og hin 15 tommu, Intuos pro teikniborð, Canon legria myndavél, Canon eos myndavél, Apogee duet upptökutæki og tvenn Sennheiser HD 25 pro heyrnartól. Auk þessa fyrrnefndir harðir diskar sem Alexandra saknar mest, hún skilur í raun ekki markmiðið með að ræna þeim, gamlir harðir diskar eru nokkurra þúsund kalla virði. „Það er mjög sárt að missa mörg terabæt af tónlist, ljósmyndum og svo erum við bæði grafískir hönnuðir þannig að þarna er mikil vinna. En það eru engin verðmæti í þessum gögnum nema fyrir okkur.“ Óþægilegt að ókunnugur þjófur vasist í persónulegum gögnum Harði diskurinn sem geymdi efni frá Mammút hefur gengið á milli hljómsveitarmeðlima lengi. „Þar vorum við með nýtt tónlistarmyndband, nokkur demó myndbönd og lög. Efni langt aftur í tímann.“ Alexandra segist ekki enn vera búin að átta sig á að innbrotið hafi raunverulega átt sér stað. „Þetta er eins og að vakna upp af martröð. Þetta er svona eitt af því sem manni dettur ekki í hug að geti gerst, eða allavega ekki á svona grófan hátt. Maður treystir náunganum.“ Hún segir það óþægilega tilhugsun að manneskja sem hún ekki þekki hafi hennar persónulegu gögn. „Maður veit ekkert hverjir þetta eru sem eru með allt dótið manns. Hverjir það eru sem eru að fara í gegnum allt, róta í öllu.“ Málið er komið til lögreglu og er til rannsóknar.Ég vil biðja ykkur elsku vinir, tónlistarmenn, hönnuðir og allir þeir sem geta ímyndað sér hversu ömurlegt það er að...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Wednesday, July 29, 2015Kæru vinir. Í gær þegar ég lagði af stað útúr bænum og Gabríel var í vinnunni var brotist inn til okkar. Tvær mac book...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Wednesday, July 29, 2015
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira