Segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu verði af Hvammsvirkjun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. júlí 2015 18:05 Formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu láti stjórnvöld verða að því að byggja Hvammsvirkjun. Raunverulegt mat á áhrifum virkjunarinnar á laxastofninn hafi ekki farið fram eins og lög geri ráð fyrir. Alþingi samþykkti að færa Hvammsvirkjun, sem er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár, í nýtingarflokk Rammaáætlunar. „Við erum að tala um að þarna eigi að fara fram þjóðnýting, áður en þjóðnýting fer fram þá þarf að fara fram miklar viðræður og samræður við fólkið sem á landið þarna og það hefur aldrei í raun verið gert. Það hefur verið tekinn einn og einn landeigandi þarna og reynt að gera samning við hann en það vantar heildstæða samninga,“ segir Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri segir að ef að virkjuninni verði þá sé laxastofnum í ánni stefnt í hættu. Þekkingu um þá sé ábótavant og það ætti að vera forgangsatriði að gera ítarlega úttekt á lífríki árinnar „Þarna í Þjórsá er stærsti, villti, sjálfbæri laxastofninn á Íslandi og þó að víðar væri leitað.“ Og honum er stefnt í hættu? „Honum er stefnt í mikinn voða, já. Gerð var rannsókn á lífríki Þjórsár árið 2002 en Orri segir þá rannsókn úrelta að mörgu leyti og þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta hugsanleg áhrif virkjana í Neðri- Þjórs, sem og árangur af mótvægisaðgerðum. Í þetta mat vanti mikið af nauðsynlegum upplýsingum til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. „Eins og til dæmis lífslíkur á laxinum í framtíðinni, og allt smádýralíf og fleira og fleira sem við höfum lagt fram og þetta allt saman vantar. Og núna þegar þetta umhverfismat á að fara fram núna þá viljum við að það verði byrjað á því að gera þetta. Allt aðrar forsendur hafi legið að baki matinu frá 2002. „Þetta er allt gjörbreytt og það þarf að gera þetta alveg frá grunni aftur í dag.“ Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu láti stjórnvöld verða að því að byggja Hvammsvirkjun. Raunverulegt mat á áhrifum virkjunarinnar á laxastofninn hafi ekki farið fram eins og lög geri ráð fyrir. Alþingi samþykkti að færa Hvammsvirkjun, sem er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár, í nýtingarflokk Rammaáætlunar. „Við erum að tala um að þarna eigi að fara fram þjóðnýting, áður en þjóðnýting fer fram þá þarf að fara fram miklar viðræður og samræður við fólkið sem á landið þarna og það hefur aldrei í raun verið gert. Það hefur verið tekinn einn og einn landeigandi þarna og reynt að gera samning við hann en það vantar heildstæða samninga,“ segir Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri segir að ef að virkjuninni verði þá sé laxastofnum í ánni stefnt í hættu. Þekkingu um þá sé ábótavant og það ætti að vera forgangsatriði að gera ítarlega úttekt á lífríki árinnar „Þarna í Þjórsá er stærsti, villti, sjálfbæri laxastofninn á Íslandi og þó að víðar væri leitað.“ Og honum er stefnt í hættu? „Honum er stefnt í mikinn voða, já. Gerð var rannsókn á lífríki Þjórsár árið 2002 en Orri segir þá rannsókn úrelta að mörgu leyti og þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta hugsanleg áhrif virkjana í Neðri- Þjórs, sem og árangur af mótvægisaðgerðum. Í þetta mat vanti mikið af nauðsynlegum upplýsingum til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. „Eins og til dæmis lífslíkur á laxinum í framtíðinni, og allt smádýralíf og fleira og fleira sem við höfum lagt fram og þetta allt saman vantar. Og núna þegar þetta umhverfismat á að fara fram núna þá viljum við að það verði byrjað á því að gera þetta. Allt aðrar forsendur hafi legið að baki matinu frá 2002. „Þetta er allt gjörbreytt og það þarf að gera þetta alveg frá grunni aftur í dag.“
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira