Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. mynd/þjóðareign Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli. Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli.
Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05