Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. mynd/þjóðareign Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli. Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli.
Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05