Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. mynd/þjóðareign Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli. Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli.
Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05