Innlent

Sendir nauðgurum og barnaníðingum kalda kveðju á Facebook

Jakob Bjarnar skrifar
Grímsey þar sem hin ætluðu brot áttu að hafa átt sér stað. Málið hefur jafnvel, af Birni Þorlákssyni, verið sett í samhengi við bága atvinnumála í Grímsey, þá vegna kvótaeignar.
Grímsey þar sem hin ætluðu brot áttu að hafa átt sér stað. Málið hefur jafnvel, af Birni Þorlákssyni, verið sett í samhengi við bága atvinnumála í Grímsey, þá vegna kvótaeignar. visir/pjetur
Ætlað kynferðisbrotamál sem komust í hámæli í byrjun árs, þá í kjölfar viðtals Björns Þorlákssonar, ritstjóra Akureyri vikublaðs, átti við Valgerði Þorsteinsdóttur, 21 árs gamla konu. Hún kærði mann í Grímsey fyrir kynferðisbrot en sagði í viðtali við Akureyri Vikublað að ætluð brot hafi byrjað fermingarsumarið sitt þegar hún var 14 ára gömul.

Kærunni hefur nú verið vísað frá Valgerður greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni og hún er greinilega afar ósátt við þessar málalyktir.

„Í tilefni af druslugöngunni ætla ég að deila með ykkur niðurstöðum úr máli þar sem að ég kærði mann á sjötugsaldri fyrir að misnota mig þegar að ég var 14 ára(og gekk lengur). Orð gegn orði. Ekkert verður gert. Ekki nægar sannanir. Hann viðurkennir þó brotin sem áttu sér stað eftir 16 ára af því að það er víst löglegt að vera 70 ára og ríða 16 ára börnum. Til hamingju nauðgarar og barnaníðingar þið getið haldið áfram ykkar iðju óhræddir við að lenda í fangelsi eða sæta refsingu. Þó að þetta sé hans "sigur" lít ég á þetta sem minn sigur, ég stóð upp, sagði frá og kom skömminni frá mér og þangað sem hún á heima!“

Svo hljóðar Facebookfærsla Valgerðar. Fjölmargir vinir hennar á Facebook sýna henni hluttekningu og senda henni baráttukveðjur.

Í tilefni af druslugöngunni ætla ég að deila með ykkur niðurstöðum úr máli þar sem að ég kærði mann á sjötugsaldri fyrir...

Posted by Valgerður Þorsteinsdóttir on 23. júlí 2015

Tengdar fréttir

Grímseyingar vilja lokaðan íbúafund

Boðuðum íbúafundi í Grímsey hefur verið frestað og nýr fundur ekki verið boðaður. Grímseyingar vilja ræða hugðarefni sín án kastljóss fjölmiðla og vilja hafa fundinn lokaðan fjölmiðlum. Ástandið í eynni er talið vera grafalvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×