Innlent

Rannsókn á meintu kynferðisbroti í Grímsey að ljúka

Birgir Olgeirsson skrifar
Grímsey.
Grímsey. Vísir/Pjetur
Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á meintu kynferðisbroti í Grímsey er að ljúka. Tvítug kona kærði mann í Grímsey í fyrra fyrir meint kynferðisbrot en hún sakaði manninn um að hafa brotið á sér þegar  hún vann sem barn úti í Grímsey, fyrst fjórtán ára gömul.

Sjá einnig:„Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“

„Málið var sent til baka frá ríkissaksóknara og óskað eftir frekari gögnum í málið,“ segir Gunnar Jóhannes Jóhannsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri um málið. Akureyri Vikublað sagði frá því í morgun að rannsókn málsins væri að ljúka.

Hann segir ný gögn ekki komin fram í málinu . „Málið var rannsakað í vetur og sent til ríkissaksóknara. Hann sendi það til baka og óskaði eftir frekari upplýsingum um málið og það er verið að afla þeirra upplýsinga með því að taka meðal annars skýrslur af fleiri aðilum og svo verður málið sent aftur til ríkissaksóknara að því loknu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi um málið.

Hann á von á því að málið verði sent til ríkissaksóknara um næstkomandi mánaðamót.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×