Innlent

Kvikmyndagerðarmenn og gistirými í miðborginni

Heimir Már Pétursson skrifar
Það var engu líkara en skollinn væri á annar leiðtogafundur þegar fréttastofan átti leið fram hjá hinu sögufræga húsi Höfða í dag. Þýskt kvikmyndafyrirtæki var þar á ferðinni að kvikmynda í nýja mynd fyrir sjónvarp sem öll gerist á Íslandi. En það er reyndar mikið leyndarmál í kringum þessa mynd, um hvað hún er og svo framvegis og menn vörðust allra frétta. Við vitum þó að um sakamálamynd er að ræða.

En þetta er hluti af þeirri uppsveiflu sem verið hefur á Íslandi. Það eru ekki bara ferðamenn, það er líka fjöldi kvikmynda tekinn upp á Íslandi á ári hverju. Í dag var verið að kvikmynda atriði í turninum við Höfðatorg og án efa fáum við að lokum að sjá afraksturinn. En til að hýsa kvikmyndagerðarfólk og mjög svo vaxandi fjölda ferðamanna þarf hótel og annað gistirými.

Heimir Már Pétursson ræddi hóteluppbyggingu í miðbænum við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×