Fær Barao uppreisn æru gegn Dillashaw? Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. júlí 2015 20:30 Dillashaw fagnar sigrinum á Barao í fyrra. Vísir/Getty Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi
MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira