Innlent

Sleginn í rot við Tollhúsið í nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um líkamsárás móts við Tollstöðina á þriðja tímanum í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um líkamsárás móts við Tollstöðina á þriðja tímanum í nótt. Vísir/Pjetur
Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hann varð fyrir líkamsárás á Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og færður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um líkamsárás móts við Tollstöðina á þriðja tímanum í nótt. Vitni sögðu lögreglu að sá sem fyrir árásinni var hafi ítrekað áreitt þann sem var handtekinn. Engin vitni urðu þó að átökunum sjálfum.

Sá sem fyrir árásinni var sóttur af sjúkrabifreið en hann er nú kominn til meðvitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×