Landspítalinn tekur aðkomu íslenskra lækna til athugunar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júlí 2015 19:00 Landspítalinn hefur hafið sérstaka athugun á aðkomu tveggja íslenskra lækna að umdeildri barkaskurðaðgerð sem framkvæmd var árið 2011 og grein sem læknarnir voru meðhöfundar að. Framkvæmdastjóri lækninga segir málið tekið alvarlega innan spítalans. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, kom í júní 2011 að aðgerð sem framkvæmd var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hún fólst í því að barki var fjarlægður úr manni og í staðinn settur gervibarki úr plasti. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar en sjúklingurinn lést í janúar í fyrra. Greint var frá málinu í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í maí síðastlinum en af þeim átta einstaklingum sem gengust undir aðgerðina létust fjórir. Nokkrum mánuðum eftir aðgerðina birtist grein um hana í hinu virta læknatímariti Lancet þar sem hún þótti hafa tekist vel. Á meðal höfunda greinarinnar voru Tómas og Óskar Einarsson, skurðlæknir. Í sjónvarpsþættinum kemur fram að margt hefði verið gagnrýnivert við greinina sem birtist í Lancet. Þá er haft eftir belgískum skurðlækni að barkaðígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Yfirmenn Karólínska sjúkrahússins hófu í kjölfarið sjálfstæða rannsókn á málinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ítalskur læknir, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina, hefði gerst sekur um misferli. Málinu er þó ekki lokið. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, staðfesti í tölvupósti til fréttastofu að Landspítalinn hefði hafið sérstaka athugun á aðkomu Tómasar og Óskars að málinu og að þetta sé tekið alvarlega innan spítalans. Athugunin muni að líkindum taka nokkrar vikur. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að athugun Landspítalans væri ekki lokið. Ekki væri tímabært að tjá sig nánar um málið. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Landspítalinn hefur hafið sérstaka athugun á aðkomu tveggja íslenskra lækna að umdeildri barkaskurðaðgerð sem framkvæmd var árið 2011 og grein sem læknarnir voru meðhöfundar að. Framkvæmdastjóri lækninga segir málið tekið alvarlega innan spítalans. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, kom í júní 2011 að aðgerð sem framkvæmd var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hún fólst í því að barki var fjarlægður úr manni og í staðinn settur gervibarki úr plasti. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar en sjúklingurinn lést í janúar í fyrra. Greint var frá málinu í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í maí síðastlinum en af þeim átta einstaklingum sem gengust undir aðgerðina létust fjórir. Nokkrum mánuðum eftir aðgerðina birtist grein um hana í hinu virta læknatímariti Lancet þar sem hún þótti hafa tekist vel. Á meðal höfunda greinarinnar voru Tómas og Óskar Einarsson, skurðlæknir. Í sjónvarpsþættinum kemur fram að margt hefði verið gagnrýnivert við greinina sem birtist í Lancet. Þá er haft eftir belgískum skurðlækni að barkaðígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Yfirmenn Karólínska sjúkrahússins hófu í kjölfarið sjálfstæða rannsókn á málinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ítalskur læknir, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina, hefði gerst sekur um misferli. Málinu er þó ekki lokið. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, staðfesti í tölvupósti til fréttastofu að Landspítalinn hefði hafið sérstaka athugun á aðkomu Tómasar og Óskars að málinu og að þetta sé tekið alvarlega innan spítalans. Athugunin muni að líkindum taka nokkrar vikur. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að athugun Landspítalans væri ekki lokið. Ekki væri tímabært að tjá sig nánar um málið.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira