Innlent

Brutu ekki gegn siðareglum blaðamanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr umfjöllun Kastljóss um óhefðbundnar lækningar í mars síðastliðnum.
Skjáskot úr umfjöllun Kastljóss um óhefðbundnar lækningar í mars síðastliðnum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sigmar Guðmundsson brutu ekki gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun sinni um óhefðbundnar lækningar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í mars síðastliðnum. Siðanefnd BÍ úrskurðaði um málið í liðinni viku.

Ólafur Einarsson og Björg Marteinsdóttir kærðu umfjöllunina og voru kæruatriðin alls fimm. Meðal annar var kært að ekki hafi allt efni úr falinni myndavél verið birt á vef RÚV en Sigmar, sem var ritstjóri Kastljóss, hafði gefið fyrirheit um það. Tæknilegir örðugleikar hjá RÚV komu í veg fyrir að hægt væri að birta allt efnið úr myndavélinni og segir í úrskurði siðanefndar að hún hafi engar forsendur til að efast um að sú útskýring sé rétt.

Þá var einnig kært að ekki hafi verið tilgreint að hægt væri að skila tækjabúnaði sem fjallað var um innan 60 daga. Það hefði gefið „raunsannari mynd af starfsemi og að ekki væri verið að þvinga gagnslausan tækjabúnað upp á fólk. Siðanefnd telur að kærendur hafi haft fullt tækifæri til að koma sjónarmiðum að við umfjöllunina, svo sem um 60 daga skilaréttinn. Kærandi hafði auk þess tækifæri til að nefna viðkomandi 60 daga skilarétt við væntanlegan kaupanda, á kynningarfundinum í myndefninu, sem hann gerði þó ekki.“

Ólafur og Björg kærðu það einnig að umfjöllunin hafi haft í för með sér „að saklausir aðilar, bíða skaða af“ þar sem málefnum gleraugnaverslunarinnar Sjónarhóls, sem er í eigu Ólafs og Bjargar, var að þeirra mati að ósekju tengd starfsemi þeirra í félaginu Allt hitt ehf (Heilsuhringsins). Kastljósliðar bentu þá á að „skýra tengingu megi við Sjónarhól megi finna á heimaísðu Heilsuhringsins.“

Undir þetta tekur siðanefnd BÍ og segir að samtvinnun Sjónarhóls og annarrar starfsemi Ólafs og Bjargar sé ekki síst að frumkvæði þeirra sjálfra.

Úrskurður:„Kærðir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sigmar Guðmundsson og Kastljós/RUV, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum BÍ í hinni kærðu umfjöllun.“

Posted by Johannes Kr Kristjansson on Monday, 13 July 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×