Fótbolti

Glódís Perla með mark í Íslendingaslag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Glódís Perla var á skotskónum í dag.
Glódís Perla var á skotskónum í dag. mynd/heimasíða eskilstuna
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði þriðja mark Eskilstuna er liðið lagði Gautaborg 3-1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Í liði Gautaborgar lék Akureyringurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Lieke Martins kom heimastúlkum á tíundu mínútu en tveimur mínútum síðar var Olivia Schough búin að jafna. Louise Quinn kom Eskilstuna yfir og Glódís Perla skoraði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins.

Með sigrinum fer Eskilstuna upp í annað sæti deildarinnar með 21 stig, stigi minna en Rosengard. Rosengard á leik til góða og ösmu sögu er hægt að segja um Linköping sem er í þriðja sæti með 19 stig. Göteborg er í fimmta sætinu með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×