Fótbolti

Guðbjörg hélt enn og aftur hreinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það heyrir til undantekninga ef Guðbjörg heldur ekki hreinu.
Það heyrir til undantekninga ef Guðbjörg heldur ekki hreinu. vísir/valli
Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt marki sínu hreinu er lið hennar, Lillestrom, sótti Arna-Björnar heim í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leiknum lauk með 1-0 sigri gestanna eftir að Emilie Haavi skoraði í upphafi síðari hálfleiks.

Lillestrom er með sex stiga forystu á toppi norsku deildarinnar eftir níu umferðir en liðið hefur aðeins tapað einum leik. Guðbjörg hefur einnig aðeins fengið á sig mark í þessum níu leikjum en haldið hreinu í hinum átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×