Biður fólk um að hjálpa sér við að komast úr landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2015 10:00 Hinn 25 ára Jüri Burmeister, sem staddur er hér á landi, segist elska Ísland en vonast til að komast frá landi sem fyrst svo hann nái markmiði sínu. vísir/valli Ferðalangurinn Jüri Burmeister hefur einsett sér það markmið að ferðast um allan heim á einungis einu ári, án nokkurra fjármuna. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur á veraldlegum gæðum, því í raun séu það hin huglægu sem skipti öllu máli. „Ég ætla að ferðast hringinn í kringum plánetuna á 365 dögum, í mesta lagi, en vonandi verð ég á undan sólinni," segir Jüri, sem er 25 ára Eisti.Gott að geta slegið á þráðinn til mömmu Jüri lagði upp í ferðalagið hinn 19. mars síðastliðinn, eða fyrir 109 dögum síðan, en hann segist lengi hafa dreymt um að fá að upplifa heiminn allan. „Mig langaði til að kynnast heiminum eins og hann í raun og veru er. Náttúrunni, fólkinu; systrum mínum og bræðrum," segir hann. „Ég bað mömmu mína, skömmu fyrir 25 ára afmælið mitt, að gefa mér bakpoka í afmælisgjöf og nýtti þær fimmtán evrur sem ég átti til að leggja inneign inn á símann minn, svo ég gæti hringt í mömmu í ferðalaginu," segir hann. Leið hans lá í kjölfarið út á höfn, en Jüri hefur ferðast hvað mest með fiskibátum. Þegar hefur hann ferðast um Norður-Atlantshafið en hyggst færa út kvíarnar á næstu vikum.„Mig langaði til að kynnast heiminum eins og hann í raun og veru er. Náttúrunni, fólkinu; systrum mínum og bræðrum," segir hinn hressi Juri Burmeister.vísir/valliHann segist hafa fundið fyrir mikilli vinsemd víðast hvar, flestir séu boðnir og búnir til að aðstoða hann í ferðalaginu. „Þegar ég var að ferðast um Afríku og Sahara-eyðimörkina buðust hjón til þess að borga fyrir mig hótelherbergi. Það var mjög vel þegið."Hundasúrur og fíflar í flest mál Jüri kom hingað til lands fyrir átta dögum og segist elska Ísland. Hann gistir í tjaldi og lifir á náttúrunni, en hans uppáhald hér á landi eru hundasúrur og fíflar. „Ég finn mér alls kyns góðgæti í náttúrunni og bý mér til salöt. Svo skilst mér að ég geti fundið egg úti í náttúrunni, en hef ekki orðið var við þau enn. Ef ég sé þau þá mun ég líklega sjóða mér eitt. En vissulega er það misjafnt hvað það er sem ég get borðað, sem fer alfarið eftir því hvar ég er staddur í heiminum," segir hann glaður í bragði.Íslendingar vingjarnlegir „Ísland er frábært og ég mun alveg örugglega koma hingað aftur. Ég hef gengið mikið, til dæmis Eyjafjallajökul, og gekk mest í 26 klukkustundir samfleytt. En þá var ég líka orðinn mjög þreyttur, blautur og kaldur." Þrátt fyrir að hafa fundið fyrir mikilli vinsemd hér á landi þá hefur það reynst honum erfitt að komast á næsta áfangastað, Kanada, og biður því sjómenn eða aðra sem eiga leið vestur að leggja sér lið. „Verð ég ekki að vera á undan sólinni?" segir hann að lokum, en þeir sem vilja aðstoða ferðalanginn unga geta sent honum skilaboð á Facebook, eða tölvupóst á netfangið juriburmeister@gmail.com. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ferðalangurinn Jüri Burmeister hefur einsett sér það markmið að ferðast um allan heim á einungis einu ári, án nokkurra fjármuna. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur á veraldlegum gæðum, því í raun séu það hin huglægu sem skipti öllu máli. „Ég ætla að ferðast hringinn í kringum plánetuna á 365 dögum, í mesta lagi, en vonandi verð ég á undan sólinni," segir Jüri, sem er 25 ára Eisti.Gott að geta slegið á þráðinn til mömmu Jüri lagði upp í ferðalagið hinn 19. mars síðastliðinn, eða fyrir 109 dögum síðan, en hann segist lengi hafa dreymt um að fá að upplifa heiminn allan. „Mig langaði til að kynnast heiminum eins og hann í raun og veru er. Náttúrunni, fólkinu; systrum mínum og bræðrum," segir hann. „Ég bað mömmu mína, skömmu fyrir 25 ára afmælið mitt, að gefa mér bakpoka í afmælisgjöf og nýtti þær fimmtán evrur sem ég átti til að leggja inneign inn á símann minn, svo ég gæti hringt í mömmu í ferðalaginu," segir hann. Leið hans lá í kjölfarið út á höfn, en Jüri hefur ferðast hvað mest með fiskibátum. Þegar hefur hann ferðast um Norður-Atlantshafið en hyggst færa út kvíarnar á næstu vikum.„Mig langaði til að kynnast heiminum eins og hann í raun og veru er. Náttúrunni, fólkinu; systrum mínum og bræðrum," segir hinn hressi Juri Burmeister.vísir/valliHann segist hafa fundið fyrir mikilli vinsemd víðast hvar, flestir séu boðnir og búnir til að aðstoða hann í ferðalaginu. „Þegar ég var að ferðast um Afríku og Sahara-eyðimörkina buðust hjón til þess að borga fyrir mig hótelherbergi. Það var mjög vel þegið."Hundasúrur og fíflar í flest mál Jüri kom hingað til lands fyrir átta dögum og segist elska Ísland. Hann gistir í tjaldi og lifir á náttúrunni, en hans uppáhald hér á landi eru hundasúrur og fíflar. „Ég finn mér alls kyns góðgæti í náttúrunni og bý mér til salöt. Svo skilst mér að ég geti fundið egg úti í náttúrunni, en hef ekki orðið var við þau enn. Ef ég sé þau þá mun ég líklega sjóða mér eitt. En vissulega er það misjafnt hvað það er sem ég get borðað, sem fer alfarið eftir því hvar ég er staddur í heiminum," segir hann glaður í bragði.Íslendingar vingjarnlegir „Ísland er frábært og ég mun alveg örugglega koma hingað aftur. Ég hef gengið mikið, til dæmis Eyjafjallajökul, og gekk mest í 26 klukkustundir samfleytt. En þá var ég líka orðinn mjög þreyttur, blautur og kaldur." Þrátt fyrir að hafa fundið fyrir mikilli vinsemd hér á landi þá hefur það reynst honum erfitt að komast á næsta áfangastað, Kanada, og biður því sjómenn eða aðra sem eiga leið vestur að leggja sér lið. „Verð ég ekki að vera á undan sólinni?" segir hann að lokum, en þeir sem vilja aðstoða ferðalanginn unga geta sent honum skilaboð á Facebook, eða tölvupóst á netfangið juriburmeister@gmail.com.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira