Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. júní 2015 12:24 Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira