Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. júní 2015 12:24 Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira