Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 22:30 Brandon Thatch er virkilega öflugur bardagakappi. vísir/getty UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí. MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí.
MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30