Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 22:30 Brandon Thatch er virkilega öflugur bardagakappi. vísir/getty UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí. MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí.
MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30