Ísland getur ekki fallið úr 2. deild Evrópumóts landsliða Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:30 Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða. vísir/stefán Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira