Innlent

Spyr um undirbúning móttökustöðvar fyrir hælisleitendur

Atli Ísleifsson skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur beint fyrirspurn til innanríkisráðherra þar sem hún spyr hvort hafinn sé undirbúningur að uppbyggingu móttökustöðvar fyrir hælisleitendur að norrænni fyrirmynd.

Silja Dögg spyr einnig ef svo sé, hvort hafi verið gerð tímaáætlun um uppbygginguna og hvort kostnaður við framkvæmdina hafi verið verið metinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×