Innlent

Veltir því fyrir sér hvort eitthvað sé að dómstólum á Íslandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Ég hef verulegar áhyggjur af því hvernig hvert málið á fætur öðru er lítur að tjáningafrelsi hefur verið hrakið heim í hérað og mér finnst mjög brýnt að við þingmenn áttum okkur á því hversu mikilvægt það er að standa vörð og standa með tjáningafrelsinu,“ segir Birgitta.
„Ég hef verulegar áhyggjur af því hvernig hvert málið á fætur öðru er lítur að tjáningafrelsi hefur verið hrakið heim í hérað og mér finnst mjög brýnt að við þingmenn áttum okkur á því hversu mikilvægt það er að standa vörð og standa með tjáningafrelsinu,“ segir Birgitta. vísir/daníel
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, segir að þingmenn þurfi að standa vörð um tjáningafrelsið hér á landi. Grafalvarlegt sé að íslenska ríkið brjóti á tjáningafrelsi blaðamanna, þar af í þrígang gegn einni og sömu blaðakonunni. Þingið verði að huga betur að þessum málaflokki og veltir því fyrir sér hvort endurskoða þurfi lögin. 

„Maður veltir því fyrir sér, forseti, er möguleiki á að það sé eitthvað að lögunum okkar eða er möguleiki að það sé eitthvað að dómstólunum okkar þegar kemur að tjáningafrelsi? Ég hef verulegar áhyggjur af því hvernig hvert málið á fætur öðru er lítur að tjáningafrelsi hefur verið hrakið heim í hérað og mér finnst mjög brýnt að við þingmenn áttum okkur á því hversu mikilvægt það er að standa vörð og standa með tjáningafrelsinu,“ sagði Birgitta í störfum þingsins í dag.

Hún furðaði sig jafnframt á því að innanríkisráðuneytið hafi synjað beiðni blaðakonunnar, Erlu Hlynsdóttur, um fjárhagslega aðstoð svo hún gæti sótt mál sitt fyrir mannréttindadómstóli Evrópu.

„Svarið var að engir peningar væru til. En á sama tíma fer þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra fram á að blaðamenn sæti fangelsisdómi. Séu kærðir til þess að sæta fangelsi fyrir tjáningafrelsið. Þetta finnst mér alvarlegt og finnst að þingið eigi að huga að þessum málaflokki miklu betur.“


Tengdar fréttir

Átta dómar fallið gegn Íslandi síðastliðinn áratug

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur átta sinnum á tíu árum dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna brota á Mannréttindasáttmála Evrópu. Jón Steinar Gunnlaugsson telur Ísland ekki eiga að vera aðila að dómstólnum.

„Sigur fyrir tjáningarfrelsi“

„Það er mikið gleðiefni að Mannréttindadómstóll Evrópu skuli hafa tekið undir sjónarmið blaðamanna og dæmt Erlu í vil,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×