Hanna Birna segir ítarlega frá því þegar Gísli Freyr ákvað að koma hreint fram, hver viðbrögð hennar voru, hvað hún var að hugsa þessa fjóra mánuði sem hún var frá, hvort eða hvað hún vill á hinu pólitíska sviði og helstu ástæðuna fyrir því að hún tók sér þetta langan tíma frá fjölmiðlum.
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst,“ segir Hanna Birna meðal annars um viðbrögð sín í kjölfar rannsóknarinnar á lekamálinu.
Þá viðurkennir Hanna Birna ýmis mistök sem hún vildi ađ hún gæti tekið til baka, hvern hún grunaði og hvað hún vissi en Hanna sem sest á þing í dag segir alveg ljóst að ætli hún sér ađ vera áfram í pólitík, þurfi hún að vinna sér inn traust þjóðarinnar á ný.
Þingkonan og innanríkisráðherrann fyrrverandi sýnir á sér nýja hlið og mýkri í Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.