Innlent

Tekinn í skýrslutöku eftir að hafa krítað á Jón Sigurðsson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Örvar Geir var tekinn í skýrslutöku af lögreglunni.
Örvar Geir var tekinn í skýrslutöku af lögreglunni. vísir/jæja

„Okkur langaði að vekja athygli á því að 888 dagar eru liðnir frá því að Alþingi ákvað að ráðast í rannsókn á einkavæðingu bankanna,“ segir Andri Sigurðsson, einn af meðlimum samtakanna Jæja.

Fámennur hópur fólks mætti við Alþingishúsið í hádeginu en ætlunin var að afhenda þingmönnum ályktun og kríta 888 á stéttina fyrir framan Alþingishúsið.

„Við fengum listamanninn Örvar Geir Geirsson með okkur í lið og ætlaði hann að gera listaverk á gangstéttina fyrir utan Alþingishúsið. Lögreglan var fljótlega mætt á svæðið og þótti athæfið ekkert sérstaklega flott hjá okkur.“

Hópurinn var rekinn þaðan af þingvörðum með vatnsbunu. Þegar einn í hópnum tók sig til og hóf að skrifa skilaboðin á styttu Jóns Sigurðssonar mættu sex lögregluþjónar á vettvang og fjarlægðu manninn. Hann var því næst tekinn í skýrslutöku en sleppt að henni lokinni

„Þetta var nú bara svona venjuleg krít sem maður fær út í búð. Það er t.d. vinsælt hjá leikskólabörnum að safnast saman á Austurvelli og kríta á gangstéttirnar.“

Samtökin Jæja stóðu fyrir nokkrum mótmælum við Austurvöll seint á síðasta ári og var vel mætt á þau.

Hér að neðan má sjá myndband frá atburðarrásinni í dag. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.