Kvaddi skóna með sigurmarki gegn margföldum meisturum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 13:49 Dagný fagnar sigurmarkinu með liðsfélaga sínum. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07
Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30
Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50