Kvaddi skóna með sigurmarki gegn margföldum meisturum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 13:49 Dagný fagnar sigurmarkinu með liðsfélaga sínum. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07
Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30
Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50