Kvaddi skóna með sigurmarki gegn margföldum meisturum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 13:49 Dagný fagnar sigurmarkinu með liðsfélaga sínum. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern München þegar hún tryggði liðinu 1-0 sigur á Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í gær. „Þetta var reyndar annað markið mitt,“ leiðrétti Dagný blaðamann Vísis þegar hann heyrði í henni áðan. „Fyrsta markið mitt var ólöglegt. Ég skoraði í síðasta leik (gegn Duisburg) sem fór 0-0 en var dæmd rangstæð. Þegar ég kíkti svo á markið á myndbandi sá ég að ég var ekkert rangstæð,“ sagði landsliðskonan í léttum dúr. Dagný skoraði markið í gær þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Markið reyndist afar mikilvægt en með sigrinum komst Bayern aftur upp í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Wolfsburg. „Þetta var mjög fín tilfinnig og gaman að skora mikilvægt mark. Ég fékk tvö fín færi fyrr í leiknum og var alveg viss um að ég fengi eitt færi í viðbót sem ég yrði að klára,“ sagði Dagný sem hefur spilað fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.Sjá hér hápunkta úr leiknum í gær. Mark Dagnýjar kemur eftir rúmar fjórar mínútur. „Við eigum góða möguleika á að halda 2. sæti ef við klárum okkar leiki og svo vonumst við bara til þess að Wolfsburg misstígi sig,“ sagði Dagný en Bayern á fjóra leiki eftir í deildinni. Dagný og félagar sækja SC Sand heim í næsta leik sínum á sunnudaginn eftir viku. Með liðinu leikur bandaríski markvörðurinn Alexa Gaul en þær Dagný voru samherjar hjá Selfossi síðasta sumar.Dagný hefur leikið fimm leiki fyrir Bayern, alla frá upphafi til enda.vísir/gettyDagný segir að hún sé alltaf að komast betur og betur inn í leik Bayern sem hefur ekki enn tapað leik í deildinni. „Ég er alltaf að komast betur inn í þetta og ná að spila minn leik. Í fyrstu leikjunum var ég að venjast liðinu og leikmönnunum, læra inn á þeirra styrkleika og þeir inn á mína. „Það er mikil harka hérna og maður fær að kynnast þýska stálinu, bæði á æfingum og í leikjum. Maður verður að vera sterkur andlega. Þetta getur verið erfitt en maður verður að harka þetta af sér,“ sagði Dagný sem hefur aðallega spilað sem fremsti miðjumaður með Bayern, auk þess sem hljóp í skarðið í stöðu aftari miðjumanns á dögunum, í fjarveru fyrirliða liðsins. Dagný er með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en hefur spilað í skóm frá Adidas í síðustu leikjum. „Ég er með samning við Nike en hef verið að bíða eftir Nike-skóm. Það þurfti að panta þá frá Bandaríkjunum því Nike-umboðið hér heima átti ekki skrúfur í minni stærð,“ sagði landsliðskonan sem þarf að spila í takkaskóm með skrúfutökkum í Þýskalandi. „Það er vetur hérna og vellirnir eru svo lausir í sér. Ég kom ekki með skrúfur með mér, þar sem ég hef verið að spila á Íslandi og í Flórída og þú þarft ekki skrúfur þar.“ Það styttist þó í að hún fái nýju Nike-skóna í hendurnar. „Mamma er að koma frá flugvellinum en hún er með Nike-skóna með sér,“ sagði Dagný að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07 Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30 Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
Tap gegn heimsmeisturunum | Ísland skoraði ekki mark á Algarve Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Japans með tveimur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur þjóðanna. 11. mars 2015 14:07
Dagný: Man alveg hvað hún heitir Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný Brynjarsdóttir þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. 9. mars 2015 06:30
Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband Bayern endurheimti annað sæti þýsku deildarinnar með sigri á stórliði Turbine Potsdam. 20. mars 2015 18:50